punktar um hráefni



Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:


  • Lesið vandlega yfir uppskrift
  • áður en þið byrjið og notið sömu stærð af formum og slíku ef stærðin er gefin upp
  • Ég tilgreini afar sjaldan fyrir hversu marga uppskriftin er. Hafið bara huga að ég er að elda fyrir fimm manna fjölskyldu: tveir fullorðnir og þrjú börn og börnin mín eru alls ekki matgrönn. Við leggjum ólíka merkingu í skammtastærðir og mér er í fersku minni uppskrift sem ég prufaði einu sinni og var tilgreind fyrir fjóra en hefði dugað fyrir tíu manns
  • Í hollustubakstri er mjög mikilvægt að fylgja uppskriftum nákvæmlega. Það er eiginlega ekki hægt að klúðra uppskrift sem er full af smjöri og sykri en þegar verið er að nota mun minni fitu og jafnvel færri egg þá er mikilvægt að „dasha“ ekki
  • Bakstursofnar
  • geta verið mjög mismunandi og það er góð regla að læra á ofninn sinn. Ef þið eigið ofn með viftu og notið þá stillingu þá er þumalputtareglan sú að lækka hitann um ca. 20 gráður. Hafið fyrir reglu að nóta hjá ykkur baksturstímann og ef þið sjáið að hann er eilítið frábrugðinn því sem gefið er upp í uppskriftunum þá eruð þið fljót að læra á ofninn ykkar
  • Bolli
  • er mælieining, ekki næsti kaffibolli sem gripið er í! Þessi mælieining getur verið mismunandi en á þessari síðu er 1 bolli nákvæmlega 250 ml eða 2½ dl
  • Matskeiðarnar
  • sem ég miða við eru 15 ml
  • Ég nota kókosolíu (virgin) í bakstur og ef hún er í föstu formi þá byrja ég á því að láta krukkuna liggja í skál með heitu vatni. Það er mun þægilegra að eiga við hana í fljótandi formi. Passið bara að vatnið komist ekki ofan í olíukrukkuna. Það má líka setja kókosolíu ofan í desilítramál úr stáli, setja smá af heitu vatni í bolla og dýfa málinu ofan í en passa að vatnið komist ekki ofan í málið
  • Notið gæðakakó í þær uppskriftir sem innihalda kakó, helst lífrænt/fairtrade
  • Ef þið eigið þess kost notið þá hamingjuegg, eins og þau kallast á Íslandi. Allar uppskriftir miðast við stór egg nema annað sé tekið fram og athugið að stofuhiti er bestur
  • Hægt er að nota hvaða tegund hrásykurs sem er en sumt kallar á hrásykur sem er ekki of grófur og þá er það sérstaklega tekið fram. Ég hef það fyrir reglu að nota lífrænan
  • Ég nota vínsteinslyftiduft en ef þið notið venjulegt þá er þumalputtareglan sú að nota helmingi minna af því venjulega
  • Ef uppskriftir innihalda sojamjólk þá má að sjálfsögðu skipta sojamjólkinni út fyrir aðra tegund, t.d. léttmjólk


Pin It button on image hover