mánudagur, 26. nóvember 2018

Nýtt! Tvær súpur og brauðbollur



Það eru tvö ár síðan ég uppfærði þessa síðu. Já, þið lásuð rétt. Ótrúlegt en satt þá birti ég uppskrift á Lestur & Latte blogginu í gær, dásamlega haustsúpu sem Sigrún vinkona, CafeSigrun, er höfundur að: gulróta- og kókossúpa frá Zanzibar. Súpuna er að finna í bókinni hennar góðu og hún er ein sú vinsælasta á vefnum hennar, sem kemur mér ekki á óvart. Í janúar í fyrra - já, þið lásuð aftur rétt - birti ég í einni færslu tvær uppskriftir: brauðbollur með sesamfræjum og tómatsúpu með næpum og steinselju. Það vill svo til að allar þrjár uppskriftirnar eru vegan.

Þið sem eigið það til að ráfa inn á þessa síðu hafið tekið eftir því að margar myndir voru hættar að birtast. Það er sem gamla albúmið (fyrir tíð Lestur & Latte) hafi hreinlega gufað upp og ég kann enga skýringu á því. En í gær dúllaði ég mér við það að setja hluta af þessum myndum inn aftur. Ég hef hugsað mér að deila uppskrift að konfekti fyrir jól og kannski annarri jólalegri uppskrift ef tími gefst.


Pin It button on image hover