sunnudagur, 10. október 2010

súkkulaðikrem (á skúffuköku)

Þessi uppskrift að kremi er ekki ný á síðunni heldur ákvað ég að hafa hana í sér færslu upp á þægindin. Þetta er einfalt súkkulaðikrem sem ég setti saman fyrir skúffuköku og ég hef fengið góð viðbrögð við því og kökunni (ég var einmitt að taka hana út úr ofninum, nammi namm). Þetta krem varð til úr blöndu sem ég notaði til að gera heitt súkkulaði og ég gerði bara smávægilegar breytingar til þess að gera úr henni krem. Ég á eftir að birta uppskriftina að þessu heimagerða heita súkkulaði, geri það síðar þegar vetur konungur er genginn í garð. Eins og kemur fram í aðferðinni þá er gott að gera kremið á meðan kakan er í ofninum og leyfa því að standa.

SÚKKULAÐIKREM

HRÁEFNI

  • 3 matskeiðar hrásykur (ekki nota of grófan)
  • 4 matskeiðar kakó
  • 2 matskeiðar kaffi
  • 1-2 matskeiðar vatn
  • ½ teskeið vanilludropar/vanillusykur úr heilsubúð
  • 2½ teskeiðar agave eða hreint hlynsíróp
  • ½ teskeið kókosolía, fljótandi
  • örlítið fínt sjávarsalt

AÐFERÐ

  1. Blandið kakó og sykri saman í litla skál með skeið
  2. Bætið vanilludropum, kaffi og vatni út í og hrærið rólega saman með skeiðinni
  3. Bætið agave og kókosolíu saman við, saltið og smakkið til (áferð kremsins á að vera silkimjúk en ekki of fljótandi)
  4. Látið kremið standa við stofuhita á meðan kakan er að kólna og dreifið því svo yfir kökuna með sleikju

Pin It button on image hover