fimmtudagur, 4. ágúst 2011

túnfiskssalat


Ég var að útbúa túnfiskssalat fyrr í dag og fannst því tilvalið að skella uppskriftinni hér inn þar sem ég var búin að taka mynd af því fyrir töluverðu síðan. Þessi uppskrift kemur frá CafeSigrun eins og svo margt annað gott.

TÚNFISKSSALAT

HRÁEFNI

 • 2 harðsoðin (hamingju)egg (notið eitt heilt og svo bara hvítuna af öðru)
 • 1 dós túnfiskur í vatni
 • 2-3 matskeiðar majónes eða sýrður rjómi (má líka nota bæði)
 • ¼ teskeið svartur pipar
 • ¼ teskeið karrí
 • hálfur rauðlaukur, saxaður smátt (má sleppa en gefur afar gott bragð)

AÐFERÐ

 1. Sjóðið eggin og kælið
 2. Fjarlægið aðra eggjarauðuna og notið svo eggjaskera til að skera eggin langsum og þversum
 3. Hellið vatninu af túnfisknum og setjið hann í skál
 4. Bætið eggjum, majónesi/sýrðum rjóma, karrí og svörtum pipar í skálina
 5. Afhýðið og saxið rauðlaukinn og bætið honum út í
 6. Hrærið öllu vel saman

Pin It button on image hover